Að ganga í gegnum erfiðleika á "réttann" hátt

Athugið að ég set hér í nafnið orðið "réttann" en í raun og veru er ekkert rétt eða rangt í þessum málum,
Ef ég geng í gegnum erfiðleika, þá er það alltaf mér til blessunar. En þar er ekki með talið að ganga út úr erfiðleikunum.
Ég ruglaði þessu mjög lengi saman sjálfur, að ganga í gegnum erfiðleika eða að ganga út úr erfiðleikum.
Í dag er mikið algengara að fólk gangi út úr erfiðleikum heldur en að fólk gangi í gegnum erfiðleika.
Við erum með samfélag sem er svo stútfullt af skyndilausnum út úr þessum erfiðleikum. Sjónvarpið okkar blessaða,
líkamsdýrkunin, samanburðurinn, adrenalín fixið, Geðlyfjafixið, klámið, alkahólið, svo fátt sé nú nefnt.
En í raun og veru er það sem ég meina með þessum muni það, að þegar ég geng í gegnum erfiðleika, þá nýti ég þá mér til þroska.

Ef ég tek fyrir hitt hugtakið fyrst, að ganga út úr erfiðleikunum. Þá lýsir það sér þannig að um leið og ég fynn fyrir erfiðleikum,
þá í einfaldri útskýringu þá fer ég og geri EITTHVAÐ ANNAÐ. Og ef ég er vanur þessari aðferð, sem flestir í nútíma samfélaginu okkar nota frekar en hitt,
þá fæ ég oft löngun í eitthvað án þess að ég geti útskýrt þessa löngun, "ég er ekkert svangur, en mér langar bara að borða",
"djöfull get ég ekki beðið eftir því að það komi helgi svo ég geti farið á fyllerí" og svo framveigis.
Ég til dæmis var mjög háður þessari aðferð, alveg frá barnsaldri, þar sem þessi aðferð er aðferðin sem við kunnum og höfum sem samfélag notað lengi,
þá er þetta það sem börnin okkar læra, af okkur og úr umhverfinu, úr auglýsingum, bíómyndum, tónlist, trendum og slíku.
Þegar ég notaði þetta, þá var þetta alltaf að gera eitthvað annað, mér leið illa, þannig að ég brást við með því að gera eitthvað slæmt.
Braut hluti, kveikti í hlutum, horfði á sjónvarp, hlustaði á tónlist, eða bara eitthvað annað en að vera einn með hugsunum mínum. Og þetta er bara það sem ég gerði sem barn.
Það sem kom síðan seinna meir, þar að seigja á unglingsárunum, eftir að þessir hlutir hættu að virka, sem þeir gera, vegna þess að við fáum leið á sama fixinu alltaf endalaust,
var til dæmis það að hlusta á aggresívari tónlist, horfa á hryllingsmyndir, setja mig í hættu með að gera hættulega hluti, horfa á klám, reykja sígarettur,
passa inn í mismunandi vinahópa, skoða líf annara, horfa á þætti, drekka áfengi og reyna við stelpur. Og þá eru bara unglingsárin talin.
Það sem gerðist síðan er það að þessir hlutir versnuðu alltaf og versnuðu, blönduðust saman, ég var fastur í þessari lúppu og hringsnérist eiginlega bara í henni,
ég gat ekki hugsað, það var svo mikið af uppsöfnuðum erfiðleikum sem ég hafði ekki tekist á við, að ég þurfti bara einhvernvegin að sleppa úr því.
Það sem þróaðist síðan eftir unglingsárin var það að tónlistin varð alltaf þyngri og þyngri, tónlistarstefnur breyttust og ég hlustaði bara á tónlist sem gat tekið hugann frá vandamálunum,
ég horfði á þvílíkann viðbjóð í hryllingsmyndum og þáttum og heimildarmyndum til þess að sjokka mig upp úr hugsunum, ég gerði enþá heimskulegri hluti til þess að fá adrenalín,
klám áhorfið varð sjúkara og meira, alveg upp að þráhyggju, því að það tók hugann af vandamálinu, ég reykti rúmann pakka af sígarettum á dag, var með svo marga karaktera í gangi að ég var inni í örugglega 5-6 vinahópum,
var með áráttu fyrir því að skoða líf annarra, frægra einstaklinga og einstaklinga sem mér fannst töff (helst handrukkarar, dópsalar og þannig lið),
sökti mér í þáttagláp dögunum saman, svaf í svona 10 tíma á nóttu eða meira, vakti á nóttunni, drakk við hvert tækifæri, var með þráhyggju fyrir kynlífi og því að vera með stelpum,
reykti cannabis, tók efni í nefið, tók pillur, sprautaði mig, og gerði allskonar rosalega hluti.
En alla þessa hluti gerði ég aðeins að einni ástæðu..
Ég einfaldlega gat ekki verið einn með sjálfum mér, ódeyfður, vegna stöðugra erfiðleika sem héldu áfram að birtast og birtast upp á ný, þegar ég allt í einu var ódeifður.
Þannig að ég náði einfaldlega að þróa með mér fix kerfi, þar sem ég gat verið deyfður allann daginn alla daga. Í ágætann tíma,
þangað til að allt þetta kerfi hrundi hjá mér þegar ég var 19 ára og ég þvingaðist hægt og rólega til að læra hina aðferðina, að ganga í gegnum erfiðleikana. En ekki reyna að ganga út úr þeim.

Sem leiðir mig þá að hinu hugtakinu, að ganga í gegnum erfiðleikana. Sem er mér til þroska en hægir ekki á honum, vegna þess að í raun og veru eru erfiðleikar það sem þroskar okkur sem mest.
Ég geng í gegnum erfiðleika alveg eins og ég geng í gegnum gleði. Því ég geri mér grein fyrir því að þetta er lífið. Bæði erfiðleikar og gleði. Bæði sorg og sátt.
En það sem erfiðleikar hafa yfir gleðitímabilin eru akkúrat þessi mótbyr, sem ýtir okkur út úr okkur sjálfum og gefur okkur annað sjónarhorn.
Ég hef fattað það núna á þessari göngu, að ef ég upplifi erfiðleika, og geng í gegnum þá, þá nýtast þeir mér, þeir nýtast mér í andlegum þroska.
Það sem ég meina með þessu er það að ef ég upplifi erfiði og held því áfram að vera meðvitaður um það sem er í gangi í líkamanum mínum og hug,
gef mér tíma til að slaka á og fylgjast með þessu ferli sem er í gangi, sleppi því að dæma það hvernig ég bregst við og leifi því að gerast sem gerist.
Leifi mér jafnvel að sofa mikið, vera þreittur, borða lítið ef ég er listalaus, gráta, hlægja, pústa út reiði sem kemur upp,
með það viðhorf að þetta sé eðlilegt að upplifa þetta og ekki ýta þessu í burtu. Þá öðlast ég betri meðvitund um það sem er í gangi innra með mér,
þá skil ég betur hvernig líkaminn tekst á við svona hluti og get þar af leiðandi tekist betur á við það sem kemur upp næst.
Þá öðlast ég líka meira traust á sjálfum mér, þar sem ég sé eða hef séð, að ég sé einstaklingur sem getur gengið í gegnum erfiðleika án þess að flýja.
Og þá fæ ég líka tækifæri til þess að sjá hvað er eðlilegt að upplifa, því meira sem ég sleppi tökunum á því sem er í gangi, þá sé ég að það sem ég upplifi er eðlilegt
og þar af leiðandi hætti ég að dæma mig fyrir allar upplifanir sem ég fæ.

En hafandi verið notandi af þessu hugtaki "að ganga út úr erfiðleikunum", þá er það í raun og veru það sem kemur upp þegar efiðleikar birtast.
Þegar ég upplifi eitthvað í daglegu lífi sem er annað hvort mjög erfitt í sjálfu sér, eða einfaldlega minnir mig á eitthvað mjög erfitt sem ég hef ekki gengið í gegnum,
Þá kemur þessi pirringur, þetta eirðaleisi, þessi núningur á milli þess sem er í gangi og þess sem ég vildi óska að væri í gangi.
En þá er það undir mér komið að ganga út úr þessu gamla hugtaki, eða í raun átta mig á því að ég sé búinn að ganga í gegnum það og að ég þurfi ekki að flýja erfiðleikana lengur.
Minna mig á að þó þetta sé kanski mjög erfitt, að þá bíði mín alltaf gleðitímabil handan erfiðleikanna.

Núna er ég sjálfur að ganga inn í gjörsamlega nýjann heim af erfiðleikum, erfiðleikar unglingsáranna, semsagt það sem ég tókst ekki á við á unglingsárunum.
Ég hef verið að mestu leiti að takast á við það sem ég bældi niður í neyslunni og gerfi fixa hringiðunni á árunum 17- svona 21 árs undanfarin 2-3 ár.
En nú er að byrja nýr kafli skylst mér á því sem er í gangi.
En ég ætla að ganga inn í þetta, jákvæður, hugrakkur, sjálfsöruggur og glaður, vitandi það að þetta er eitthvað sem ég þarf að ganga í gegnum til þess að gera átt hamingjusamt,
rólegt, heilbryggt og raunverulegt líf, án þess að þurfa á gervi aðferðum að halda til þess að takast á við það sem kemur.
Að ég get í raun og veru verið sáttur og rólegur í eigin skinni.

Ég óska ykkur þess sama, að þið megið ganga í gegnum sem mest á lífsleiðinni svo þið fáið að sjá sem mest í ykkar fari.
Endilega deilið ef þið viljið
May the force be with you.
Með bestu kveðjum
Ásgeir Klári
frelsari mannkynsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Kári Ómarsson
Ásgeir Kári Ómarsson
Höfundur skrifar hér á þessa síðu í von um betrun á sjálfum sér. Þar sem þroski einstaklingsins felur oft í sér að deila með öðrum, þá nýti ég þennann vetvang til þess að deila hugsunum og ekki hugsunum með þér, lesari góður

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband