Hvað er hugsun?

Vinur minn benti mér á einu sinni að það væri aðeins lítill fólks sem hugsar í raun og veru, hinir fylgja. Útfrá því er hægt að seigja, (ef ég skil það þar að seigja) að það sé undir þeim sem hugsa komið að breyta vel og þá mun þjóðfélagið breytast eftir því.
Það er gott dæmi með það sem hefur verið gert núna á stórum fótboltavöllum. Einu sinni var gerð rannsókn á því hvernig "Riot" urðu til og hvernig hægt væri að stoppa áhorfendur frá því að brjálast og hlaupa inn á völlinn. Þá var prufað að setja verði inn á milli til að fylgjast með hegðun fólksins við rót þess að uppþot voru að byrja. Það var semsagt komist að því að það voru einstaklingar sem ullu þessu. Þegar fólkið var spurt eftirá hversvegna þau hlupu inn á völlinn, þá svöruðu flestir að þeir höfðu ekki hugmynd um það, það var bara það sem allir voru að gera. En einstaka maður hrækti bara framan í lögguna og sagði þeim að fokka sér. Þannig að það var prufað að fylgjast með þessum einstaklingum, þegar verðirnir í stúkunum sáu að einhver einn var orðinn of brjálaður eða of æstur, þá var hann fjarlægður og þá áttu þessi uppþot sér ekki stað.
Þetta er gott dæmi um það hvernig við fylgjum gjörðum einstaklinga sem við samsvörum okkur með.
Flestir fylgja bara, en þegar það koma saman 2-3 sem hugsa, þá geta þeir fengið fólkið í lið með sér gjörsamlega óafvitandi.
Annað gott dæmi er bara Hitler, algjör brjálæðingur sem hugsaði og talaði flott og fékk heila þjóð með sér í að fremja svakaleg voðaverk.

En það er líka hægt að setja þetta inn í samfélagið, fjölskyldumynstur og einstaklinginn.

Ef við sem samfélag byggjum upp staðalímynd af hinum fullkomna einstakling, setjum hann allsstaðar, seigjum fólki nógu mikið að það sé best að vera svona. Eiga þessi föt, versla þetta, borða óholt, en samt passa uppá heilbrygðið með því að fara til læknis þegar það er eitthvað að. Taka þessi lyf til þess að líða svona, taka hin lyfin til að líða hinsegin.
Þá eftir því sem fleiri gera þetta, þá fylgja fleiri.
Við erum núna komin á það stig, að við getum í raun og veru bara menntað nokkrar "týpur" af einstaklingum. Ef manneskja hagar sér eitthvað öðruvísi en þessar nokkru týpur, þá höfum við ekki úrkosti fyrir hana. Þá köllum við hana geðveika og lokum hana inni á einhverri deild. Eða gerum okkar besta í því að breyta manneskjunni í þá manneskju sem við viljum að hún sé. Með tilheyrandi lyfjum og ögunar forritum.
Og eins og er í dag, þá fylgja þessu flestir. Nema fjölgandi hópur hugsandi fólks sem hefur ekki áhuga á því að taka þátt í þessu rugli.

Síðan eru fjölskyldu munstrin. Sem kemur mikið inn á einstaklinginn, þar sem það er uppeldi barns sem kennir því sem flest viðhorf þess. Í öllum þessu uppeldisupplýsingum sem ég er að skoða í kringum dóttir okkar, sá ég að fyrstu 7 árin skipta sköpum í forritun einstaklingsins. Að rannsóknir hafa sýnt framm á það að ef barn verði fyrir einhverskonar áfalli fyrir þann aldur, þá sé mikið erfiðara fyrir barnið að vinna úr því í framtíðinni.
Þarna kemur inn hvernig foreldrar barnsins hafa verið aldir upp og hvaða upplýsingar séu í þjóðfélaginu um barnauppeldi og skipta þessir faktorar sköpum í mótun einstaklingsins.
Til dæmis ef uppeldið byggist á niðurlægjingu og skort á tilfinningun á þessum árum, mótast einstaklingurinn með mjög lélegt sjálfstraust og á erfitt með að taka sér pláss í lífinu og ákveða hvað hann vill gera, vegna þess að einstaklingurinn er hræddur um að fá skömm eða niðurlægjingu fyrir að velja vitlaust.

En síðan einmitt kem ég inná einstaklinginn.
Sem er í raun og veru eini staðurinn þar sem ég get svarað þessari spurningu sem er í nafni þessarar spurningar. Hvað er hugsun?
Ef við ofureinföldum heilann, seigjum að hann skiptist í 3 hluta, Hægra heilahvel, vinstra heilahvel og gamla heilann (eða hvataheilann). Seigjum að hægra heilahvel sé innsæji, að vinstra heilahvel sé rökhugsun og að hvataheilinn sé það sem bregst við áður þekktum aðstæðum.
Þá er auðvelt að svara þessari spurningu.
Ef ÉG, sem einstaklingur, sem hefur fengið alla þessa forritun, frá samfélaginu, fjölskyldunni, skólakerfinu, vinahópnum og öðrum faktorum sem ég get ekki nefnt núna, ætla að seigja að ég hugsi,
þá hlýtur það að vera mjög dauf hugsun.
Ég hugsa kanski, mér fynnst þetta gaman.
Djöfull er þetta fyndin mynd.
Mér fynnst svona föt flott.
Mér fynnst svona fólk skrítið.
Mér fynnst svona hegðun skrítin.
Ég vill fá mér þetta að borða.
Mig langar í macdonalds.
Mig langar í KFC.
En er þetta hugsun? Eða er þetta einungis afleiðing forritunar?
Fynnst mér ekki bara þessi föt flott, af því að ég er búinn að læra að ef ég geng í svona fötum, þá fæ ég meiri athygli frá stelpum?
Eða fynnst mér einhver hegða sér skringilega af því að mamma mín sagði einhvertíman að svona hegðun sé skrítin?
Eða þá að vinahópurinn minn gerir grín að svona fólki?..
Þetta er í raun og veru ekki hugsun, ef við seigjum að hugsun eigi sér stað á milli rökhugsunnar og innsæjis.
Heldur er þetta viðbragð við áður mótuðum hugmyndum, eða aðstæðum sem við höfum áður lent í.

Hjá mér, þá hef ég áttað mig á því, að það er ekki fyrr en ég fer að spyrja spurninga, sem ég byrja að hugsa. Eins og tildæmis þetta. "Afhverju fynnst mér þessi maður skrítinn? ", þá kemur oftast eitthvað svar til baka. "Afþví að hann er að dansa við tónlistina hérna í Hagkaup". Þá get ég spurt aftur. "Afhverju er það svona skrítið". Og oftast þá kemur ekkert svar við þessari spurningu.. Og ef það kemur ekki svar, þá get ég sætt mig við að þetta er í raun ekki hugsun, heldur viðhorf, eða afleiðing af skoðun einhvers annars. Kanski hugsa ég þá, "Ætli það sé þá í lagi að dansa í hagkaup?", Ef það kemur já, þá verð ég að hafa hugrekki til þess grin emoticon !
En ég vona að þið skiljið hvað ég er að meina.
Að það ef eitthvað er óskiljanlegt, Viðhorf, löngun, skoðun og fleira, þar að seigja ef ég fæ ekki svar þegar ég spyr mig útí það afhverju þetta er svona, þá er í raun og veru aðeins ein ástæða.
Mér var kennt það! Og hverjum á ég að trúa? Á ég að trúa kennaranum sem beitir börnin í bekknum sínum ofbeldi? Prestinum sem er óhæfur um að umgangast börn? Mömmu og pabba? Fréttum? Auglýsingum? Sjórvarpsefni? Uppáhalds þættinum mínum??
Eða á ég kanski að komast að þessu öllu sjálfur??
Ef ég geri það, þá læri ég. Þá þroskast ég. Þá get ég svarað mínum eigin spurningum. Þá get ég kallast hugsandi maður.
Maðurinn sem veit að hann veit.. Eða homo sapiens sapiens..
Þetta er mikið stökk, að fara frá því að vera bara maður, yfir í það að vera hugsandi maður. Og svona mikil stökk taka á.
En kostirnir við það eru óþrjótandi.

Takk fyrir að lesa þetta!
Það eru rétt tæp 4000 manns búin að skoða síðasta bloggið sem ég skrifaði. Sem er rosalegt!
Endilega verið óhrædd við að deila eða senda mér skilaboð.
Ég hef mjög gaman að því að tala við fólk.
Ég bjóst við því að enginn nennti að lesa þetta.
Þetta er bara það sem ég er að hugsa og læra.
Hvorki neitt meira né minna.
Endilega fynnið ykkur gleði og orku og þá mun lífið sjá um restina!
Meigi mátturinn vera með ykkur
Ásgeir Klári
Auðmjúkur frelsari mannkynsins
(að frelsa mannkynið frá hugsanavillum sjálfs míns)


Flæðandi ímyndun eða brengluð hugsun?

Ég var að hlusta á merkilega ræðu eftir mjög merkilegann einstakling. Hann hét Krishnamurti.
Hann átti sér sögu af því að vera fundinn af vesturlandabúum í Indlandi þegar hann var barn og hafði verið talinn nýji messías mannkynsins. Hann tók því hlutverki og fylgdi leiðsögn og handleiðslu einstaklina frá guðspekifélaginu, sem síðar meir urðu félagar í stjörnunni í austri, sem var félag sem var stofnað í kringum Krishnamurti þegar hann var unglingur. Hann hugleiddi mikið og átti að undirbúa sig fyrir þetta hlutverk, að frelsa heiminn. Hann byrjaði að skrifa bækur og halda fyrirlestra í stjörnunni í austri á ungum aldri, en áttaði sig snemma á því að það væri eitthvað bogið við þetta.
Hann áttaði sig á því að það sem hann var að seigja og gera, væri ekki að breyta samfélaginu, því þeir sem komu og hlustuðu á hann, komu vegna þess að þau ætluðust til þess að Hann myndi laga þau eða bjarga þeim. Svo fór fólkið heim og ætlaðist til þess að vera breytt. En enginn þroskaðist.
Enginn nema Krishnamurti. Hann var að læra sjálfur á vegi lífsins og bjóst við því að ef hann kendi fólki að finna þennann veg og kenna því að læra sjálft, þá myndi það breyta hegðun heimsins. En það var ekki raunin, allir sem komu, fóru jafn rugluð heim af fyrirlestrunum og þau komu.
Þetta endaði allt með því að hann sagði upp þessu hlutverki sínu og þessu félagi (starnan í austri),
sem samanstóð nú af rúmlega 40 þúsund manns, sem öll bjuggust við því að hafa fundið frelsarann sinn.
Nú var ég að hlusta á hann tala um hvað lífið snúist um, sem ég hef einnig mikinn áhuga á því. Og hann sagði eitthvað á þessa leið við fólki sem var í salnum:
„Ekki bara hlusta á þann sem er að tala. Finnið þetta innra með ykkur og skoðið þetta sjálf. Orð geta ekki lýst því sem ég er að tala um, það getur einungis verið fundið.“
Þetta er algjör snilld. Og ég fattaði svona nokkurn vegin af hverju þetta á við um svona mörg okkar.

Ég ætla að taka mig bara sem dæmi.
Ég átti mjög auðvelt með að ímynda mér hluti, ég gat samið sögur á staðnum, bjó til sögur um klósett ferðirnar mínar þegar ég var bara barn, gat tínt mér í því að hugsa, bara búa hluti til og ímynda mér hvernig heimurinn virkar, hvort englar og guð og geimverur og allt þetta sé til.
En mér var kennt að þetta sé óeðlilegt. Mér var kennt að ég væri veikur, að þetta væri af því að ég væri með ofvirkni og að þetta þyrfti að laga. Þannig að þegar ég var orðinn tiltölulega hæfur til þess að skilja það, þá reyndi ég að stoppa þetta þegar þetta gerðist, hlusta bara, og lyfin sem ég var settur á vegna þessa meins, minkuðu þessa hæfni til muna, ég gat ekki hugsað sjálfstætt almennilega í tíma sem ég veit ekki hvað var langur, en honum er ekki að ljúka fyrr en núna þessa mánuði.
Ef ég leifði mér að hugsa og tala um það sem ég var að hugsa, þá var ég talinn skrítinn, ímyndunarveikur(pælið í þessu orði, að ímynda sér gerir okkur veik).
Ég fékk góðar einkanir í skóla fyrstu árin, einfaldlega vegna þess að ég var á lyfjum sem drápu niður þennan eiginleika minn að geta hugsað sjálfstætt og vegna þess náði ég að halda athygli yfir því rugli sem var verið að þylja í hausinn á mér í skóla. Náði að tileinka mér ágæta mannasiði, því ég fylgdi bara, náði að eignast vini, því ég hagaði mér eins og ég hélt að þau vildu að ég hagaði mér.
En á meðan, þá leið mér alltaf verr og verr.
Eins og gerist þegar við bælum okkur niður. Við bælum okkur og bælum, þangað til við springum.
Góður vinur minn spurði mig einhvertíman að þessari spurningu
„Hvað gerist ef þú setur tappa í gjósandi eldfjall?
Það springur út í sinni verstu mynd.“
Og það er það sem gerðist. Ég bara einfaldlega sprakk.
Sem hafði miklar afleiðingar í för með sér, sem leiddi að því að ég fékk næga örvæntingu til þess að taka hugsanir mínar og hegðun í eigin hendur, tók þá ákvörðun að ef ég passa ekki inn í samfélagið, þá verður það bara að vera þannig. Því eins og eitt annað sem að hann sagði hann Krishnamurti
„Það er ekki merki um heilbrygði að vera vel aðlagaður hel sjúku samfélagi“.

Það sem þessi saga á að sýna er það að ég var gjörsamlega óhæfur um að sannreyna hluti fyrir sjálfann mig vegna þess hvernig samfélagið ól mig upp. Gildi samfélagsins gilda ekki fyrir manneskjur, heldur hugsunarsnauða þræla hvataheilans.
Ég hlustaði á kennarann í skólanum, en ég var gjörsamlega óhæfur að sannreyna það sem hann var að seigja. Ég lærði lögin, en ég var gjörsamlega óhæfur að skynja hversvegna hlutir væru „slæmir að gera“ .
En núna þessa dagana er ég algjörlega að ná að brjótast út úr þessu mynstri.
Ýmindunarheilbryggði mitt vex og vex og ég verð alltaf hæfari og hæfari til þess að nýta það aftur, eftir þessa miklu niðurhemlun þess.
Ég leifi mér að vera ég og nýt þess eins og ég get að brjóta mig út úr samfélagslegum mynstrum sem ég sé sjálfur að eru gagnslaus.
Eftir því sem ég rækta sjálfann mig meira, þá verð ég hæfari til þess að beita kröftum mínum og kostum sem einstaklingur. Það er ekkert skrítið að barn eigi erfitt með það að beita þessum kostum á réttann hátt ef það fær ekki handleiðslu til þess. En að bæla niður þessa kosti með skömm og lyfjum (sem sönnuð eru til að eiða sköpunarkraft*), býr til óheilbrygða og ófullnægða einstaklinga.

Meigið þið finna ykkar krafta og kosti
Endilega deilið þessu.
Meigi mátturinn vera með ykkur
Ásgeir Klári Ómarsson
Frelsari mannkynsins í réttri mynd (að frelsa mannkynið frá hugsana rugli sjálfs míns).


Gott eða slæmt

Ég var að spjalla við félaga minn um daginn. Á almanna færi. Í saunu þar að seigja.
Ég var að seigja honum frá hugsunaraðferð sem ég hafði verið að prufa þann daginn. S.s að horfa á sjálfann mig sem gjörsamlega ókunnugann mann. Að spyrja mig við öllu sem ég framkvæmdi „Hvað myndi ég gera eða seigja ef ég sæji einhvern sem ég þekkti ekki neitt vera að gera þetta“, þar sem við erum oftast miklu dómharðari við okkur sjálf heldur en aðra. Þar sem við þurfum víst að lifa inni í hausnum á okkur sjálf, þá eigum við til með að ætla að við séum einhvernvegin öðruvísi en við erum og verðum pirruð við okkur þegar við erum semsagt ekki að hegða okkur eftir því sem við höldum að við séum.
En allavega. Ég var að seigja honum frá því að ég væri að prófa þetta og að þetta væri að gagnast mér mjög vel, að ég hafi ekki rifið niður það sem ég gerði í alveg heilann dag, eða ég gaf því allavega ekki færi á sér þegar það byrjaði, heldur spurði mig einfaldlega, hvað myndi ég gera ef ég sæji einhvern útá götu eða í kringlunni gera þetta.
Og þar sem við sátum í saunuklefa með öðru fólki, þá byrjaði maður að spyrja mig spurninga um þetta. Hann spurði mig hvernig ég myndi horfa á það ef það væri útrásarvíkingur eða stjórnmálamaður sem kæmi til greina. Ég skildi ekki alveg spurninguna og náði þess vegna ekkert að svara almennilega. En þegar ég er að skrifa þetta, þá held ég að hann hafi verið að meina hvort ég myndi dæma útrásarvíking eða stjórnmálamann meira en mig sjálfann.
Ég svaraði honum bara mjög einfaldlega og sagði að ef þetta hrun hefði ekki átt sér stað, þá væri andinn í samfélaginu ekki svona eins og hann er í dag. Að þetta hafi þurft að gerast, annars hefði þetta ekki gerst.
En ég held einmitt að það sé svarið sem ég get veitt við þeirri spurningu.
Ég ætla aðeins að dýfa mér í smá pælingar útfrá þessu.
Ef við seigjum að hver maður sé nauðsynlegur á sinn hátt.
Að allt hafi sína kosti þrátt fyrir það að eiga líka sína galla.

Til dæmis: Barn sem elst upp á sundruðu heimili, heimili þar sem foreldrarnir eiga ekki í nánum samskiptum, heldur eru þau bara í hjónabandinu „fyrir börnin“, reyna að láta það virka af því að þau halda að það hefði áhrif á börnin ef þau myndu skilja, en í raun og veru þá elst barnið upp á nándarlausu og sundruðu heimili. Barnið elst upp, verður samskiptatruflað og leitar í erfiðar félagslegar aðstæður, seigjum bara fíkniefnaneyslu. Nú eru foreldrarnir svo áhyggjufullir að þau byrja að tala saman, byrja á því að ræða um barnið, en síðan færist athyglin yfir á samskipti þeirra og þau átta sig loksins á því að þau hafa ekki þolað hvort annað allann þennann tíma og þau ákveða að prófa að kynnast upp á nýtt. En enda kannski á því að skilja. En gera það í góðu og byrja að rækta sjálf sig í einrúmi og geta þar með veitt unglingnum þá nánd og ást sem hann er að leitast eftir í neyslunni.
Unglingurinn endar með því að ná sér upp úr þessari neyslu með stuðning frá foreldrunum og kemur en sterkari upp úr því. Endar með að geta hjálpað fólki á mismunandi stöðum í lífinu vegna reynslu sinnar af því að takast á við erfiðleika.

Er það slæmt að barnið hafi farið í neyslu?
Er það slæmt að foreldrarnir hafi ákveðið að skilja ekki í byrjun sambandsins?
Er það slæmt að foreldrarnir hafi ákveðið að skilja í endann?
Þetta eru spurningar, sem einstakar er mjög auðvelt að svara. Ef einhver spyr mig, er slæmt fyrir barn að fara í neyslu.. Þá er það fyrsta sem ég hugsa auðvitað Já.
Einnig ef spurt er hvort slæmt sé fyrir foreldra að skilja í miðju uppeldi, þá hugsar maður oftast að svarið sé Já.
En það er ekki það sama þegar við horfum á heildar atburðar rásina.
Það verður ekki skýrt fyrr en þegar við sjáum hvert þessar ákvarðanir leiða okkur á endanum.
En eins og í „hruninu“, þegar gráðugir idiotar sem vissu ekkert hvað þeir væru í raun og veru að gera,
stálu milljörðum af íslensku þjóðinni, sem skildi þjóðina eftir í kreppu. Þá sáum við alltaf bara litla atburði, við sáum þegar þetta mál kom upp, og þegar annað mál kom upp og svo framvegis, en við sáum ekki heildarmyndina, við sáum ekki hvert það mundi leiða okkur á endanum.
Það er mjög auðvelt að hugsa um erfiðleika sem slæmann hlut, að það sé eitthvað sem við þurfum að forðast til þess að finna ekki fyrir óþægindum, en það er í raun og veru ekki fyrr en þá sem við þroskumst í raun og veru.
Eins og við íslendingar sem þjóð, jújú, bankakerfið er að vísu á svipuðum stað, lán heimilanna á verri stað, enþá bjánar sem hafa í raun ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera að leiða fjárhagskerfið okkar og samfélagið. En það er einnig ungt fólk, sem hugsar meira. Tekur ekki bara lán, heldur veltir hlutunum fyrir sér. Treistir því ekki endilega sem bankinn seigir, eða hvað auglýsingar seigja, eða fjölmiðlar. Heldur fólk sem stoppar og spyr sig sjálft hvað sé rétt að gera.
Ef ég á að svara því þá, hvort að útrásarvíkingarnir sem stakur hlutur sé slæmur, þá verð ég að svara því neitandi. Því það er í raun og veru ekkert til sem heitir alslæmur hlutur.
Ef þeir hefðu ekki hent öllu um koll, þá væri fólk enþá að dýfa sér í meiri og meiri skuldir, ekkert hugsandi hvað það er að gera eða hvert það er að fara og mun færri manns væru meðvitaðir í lífinu.

May the force be with you
Með bestu kveðju
Ásgeir Klári
Frelsari mannkynsins


Að ganga í gegnum erfiðleika á "réttann" hátt

Athugið að ég set hér í nafnið orðið "réttann" en í raun og veru er ekkert rétt eða rangt í þessum málum,
Ef ég geng í gegnum erfiðleika, þá er það alltaf mér til blessunar. En þar er ekki með talið að ganga út úr erfiðleikunum.
Ég ruglaði þessu mjög lengi saman sjálfur, að ganga í gegnum erfiðleika eða að ganga út úr erfiðleikum.
Í dag er mikið algengara að fólk gangi út úr erfiðleikum heldur en að fólk gangi í gegnum erfiðleika.
Við erum með samfélag sem er svo stútfullt af skyndilausnum út úr þessum erfiðleikum. Sjónvarpið okkar blessaða,
líkamsdýrkunin, samanburðurinn, adrenalín fixið, Geðlyfjafixið, klámið, alkahólið, svo fátt sé nú nefnt.
En í raun og veru er það sem ég meina með þessum muni það, að þegar ég geng í gegnum erfiðleika, þá nýti ég þá mér til þroska.

Ef ég tek fyrir hitt hugtakið fyrst, að ganga út úr erfiðleikunum. Þá lýsir það sér þannig að um leið og ég fynn fyrir erfiðleikum,
þá í einfaldri útskýringu þá fer ég og geri EITTHVAÐ ANNAÐ. Og ef ég er vanur þessari aðferð, sem flestir í nútíma samfélaginu okkar nota frekar en hitt,
þá fæ ég oft löngun í eitthvað án þess að ég geti útskýrt þessa löngun, "ég er ekkert svangur, en mér langar bara að borða",
"djöfull get ég ekki beðið eftir því að það komi helgi svo ég geti farið á fyllerí" og svo framveigis.
Ég til dæmis var mjög háður þessari aðferð, alveg frá barnsaldri, þar sem þessi aðferð er aðferðin sem við kunnum og höfum sem samfélag notað lengi,
þá er þetta það sem börnin okkar læra, af okkur og úr umhverfinu, úr auglýsingum, bíómyndum, tónlist, trendum og slíku.
Þegar ég notaði þetta, þá var þetta alltaf að gera eitthvað annað, mér leið illa, þannig að ég brást við með því að gera eitthvað slæmt.
Braut hluti, kveikti í hlutum, horfði á sjónvarp, hlustaði á tónlist, eða bara eitthvað annað en að vera einn með hugsunum mínum. Og þetta er bara það sem ég gerði sem barn.
Það sem kom síðan seinna meir, þar að seigja á unglingsárunum, eftir að þessir hlutir hættu að virka, sem þeir gera, vegna þess að við fáum leið á sama fixinu alltaf endalaust,
var til dæmis það að hlusta á aggresívari tónlist, horfa á hryllingsmyndir, setja mig í hættu með að gera hættulega hluti, horfa á klám, reykja sígarettur,
passa inn í mismunandi vinahópa, skoða líf annara, horfa á þætti, drekka áfengi og reyna við stelpur. Og þá eru bara unglingsárin talin.
Það sem gerðist síðan er það að þessir hlutir versnuðu alltaf og versnuðu, blönduðust saman, ég var fastur í þessari lúppu og hringsnérist eiginlega bara í henni,
ég gat ekki hugsað, það var svo mikið af uppsöfnuðum erfiðleikum sem ég hafði ekki tekist á við, að ég þurfti bara einhvernvegin að sleppa úr því.
Það sem þróaðist síðan eftir unglingsárin var það að tónlistin varð alltaf þyngri og þyngri, tónlistarstefnur breyttust og ég hlustaði bara á tónlist sem gat tekið hugann frá vandamálunum,
ég horfði á þvílíkann viðbjóð í hryllingsmyndum og þáttum og heimildarmyndum til þess að sjokka mig upp úr hugsunum, ég gerði enþá heimskulegri hluti til þess að fá adrenalín,
klám áhorfið varð sjúkara og meira, alveg upp að þráhyggju, því að það tók hugann af vandamálinu, ég reykti rúmann pakka af sígarettum á dag, var með svo marga karaktera í gangi að ég var inni í örugglega 5-6 vinahópum,
var með áráttu fyrir því að skoða líf annarra, frægra einstaklinga og einstaklinga sem mér fannst töff (helst handrukkarar, dópsalar og þannig lið),
sökti mér í þáttagláp dögunum saman, svaf í svona 10 tíma á nóttu eða meira, vakti á nóttunni, drakk við hvert tækifæri, var með þráhyggju fyrir kynlífi og því að vera með stelpum,
reykti cannabis, tók efni í nefið, tók pillur, sprautaði mig, og gerði allskonar rosalega hluti.
En alla þessa hluti gerði ég aðeins að einni ástæðu..
Ég einfaldlega gat ekki verið einn með sjálfum mér, ódeyfður, vegna stöðugra erfiðleika sem héldu áfram að birtast og birtast upp á ný, þegar ég allt í einu var ódeifður.
Þannig að ég náði einfaldlega að þróa með mér fix kerfi, þar sem ég gat verið deyfður allann daginn alla daga. Í ágætann tíma,
þangað til að allt þetta kerfi hrundi hjá mér þegar ég var 19 ára og ég þvingaðist hægt og rólega til að læra hina aðferðina, að ganga í gegnum erfiðleikana. En ekki reyna að ganga út úr þeim.

Sem leiðir mig þá að hinu hugtakinu, að ganga í gegnum erfiðleikana. Sem er mér til þroska en hægir ekki á honum, vegna þess að í raun og veru eru erfiðleikar það sem þroskar okkur sem mest.
Ég geng í gegnum erfiðleika alveg eins og ég geng í gegnum gleði. Því ég geri mér grein fyrir því að þetta er lífið. Bæði erfiðleikar og gleði. Bæði sorg og sátt.
En það sem erfiðleikar hafa yfir gleðitímabilin eru akkúrat þessi mótbyr, sem ýtir okkur út úr okkur sjálfum og gefur okkur annað sjónarhorn.
Ég hef fattað það núna á þessari göngu, að ef ég upplifi erfiðleika, og geng í gegnum þá, þá nýtast þeir mér, þeir nýtast mér í andlegum þroska.
Það sem ég meina með þessu er það að ef ég upplifi erfiði og held því áfram að vera meðvitaður um það sem er í gangi í líkamanum mínum og hug,
gef mér tíma til að slaka á og fylgjast með þessu ferli sem er í gangi, sleppi því að dæma það hvernig ég bregst við og leifi því að gerast sem gerist.
Leifi mér jafnvel að sofa mikið, vera þreittur, borða lítið ef ég er listalaus, gráta, hlægja, pústa út reiði sem kemur upp,
með það viðhorf að þetta sé eðlilegt að upplifa þetta og ekki ýta þessu í burtu. Þá öðlast ég betri meðvitund um það sem er í gangi innra með mér,
þá skil ég betur hvernig líkaminn tekst á við svona hluti og get þar af leiðandi tekist betur á við það sem kemur upp næst.
Þá öðlast ég líka meira traust á sjálfum mér, þar sem ég sé eða hef séð, að ég sé einstaklingur sem getur gengið í gegnum erfiðleika án þess að flýja.
Og þá fæ ég líka tækifæri til þess að sjá hvað er eðlilegt að upplifa, því meira sem ég sleppi tökunum á því sem er í gangi, þá sé ég að það sem ég upplifi er eðlilegt
og þar af leiðandi hætti ég að dæma mig fyrir allar upplifanir sem ég fæ.

En hafandi verið notandi af þessu hugtaki "að ganga út úr erfiðleikunum", þá er það í raun og veru það sem kemur upp þegar efiðleikar birtast.
Þegar ég upplifi eitthvað í daglegu lífi sem er annað hvort mjög erfitt í sjálfu sér, eða einfaldlega minnir mig á eitthvað mjög erfitt sem ég hef ekki gengið í gegnum,
Þá kemur þessi pirringur, þetta eirðaleisi, þessi núningur á milli þess sem er í gangi og þess sem ég vildi óska að væri í gangi.
En þá er það undir mér komið að ganga út úr þessu gamla hugtaki, eða í raun átta mig á því að ég sé búinn að ganga í gegnum það og að ég þurfi ekki að flýja erfiðleikana lengur.
Minna mig á að þó þetta sé kanski mjög erfitt, að þá bíði mín alltaf gleðitímabil handan erfiðleikanna.

Núna er ég sjálfur að ganga inn í gjörsamlega nýjann heim af erfiðleikum, erfiðleikar unglingsáranna, semsagt það sem ég tókst ekki á við á unglingsárunum.
Ég hef verið að mestu leiti að takast á við það sem ég bældi niður í neyslunni og gerfi fixa hringiðunni á árunum 17- svona 21 árs undanfarin 2-3 ár.
En nú er að byrja nýr kafli skylst mér á því sem er í gangi.
En ég ætla að ganga inn í þetta, jákvæður, hugrakkur, sjálfsöruggur og glaður, vitandi það að þetta er eitthvað sem ég þarf að ganga í gegnum til þess að gera átt hamingjusamt,
rólegt, heilbryggt og raunverulegt líf, án þess að þurfa á gervi aðferðum að halda til þess að takast á við það sem kemur.
Að ég get í raun og veru verið sáttur og rólegur í eigin skinni.

Ég óska ykkur þess sama, að þið megið ganga í gegnum sem mest á lífsleiðinni svo þið fáið að sjá sem mest í ykkar fari.
Endilega deilið ef þið viljið
May the force be with you.
Með bestu kveðjum
Ásgeir Klári
frelsari mannkynsins


Hverju á ég að taka persónulega?

Tökum dæmi- "Ég vaknaði pirraður, af því að ég fór að sofa pirraður vegna þess að ég og kærasta mín höfum verið ósammála um hvernig vask við eigum að vera með (Eða ég er ósammála, hún hefur það fínt. Henni fynnst vaskurinn ekki nógu stór en mér fynnst hún vera að ráðast á það sem ég lagði á mig til þess að kaupa þennann fína vask handa henni), og útaf því að ég vaknaði pirraður, þá fór ég seinna á fætur en ég geri vanalega, sem leiddi að því að ég hafði lítinn tíma til að borða og taka mig til, þannig að ég hleip í rauninni út korter í vinnu og það tekur mig 20 mín í það minnsta að labba í vinnuna, þannig að ég þarf að skokka. Á miðri leið lendi ég á rauðum kalli og bílar að keyra á fullu framhjá þannig að ég get ekki hlaupið yfir og er að verða seinn. Það er búið að vera rigning og allt í pollum svo að allt í einu kemur einn bíll á aðeins meiri ferð en hinir og keyrir í pollinn sem ég stend hálfur í og ég fæ hann allann yfir mig. Og þá loksins kemur grænn kall, og ég get haldið áfram, rennandi blautur, alveg ógeðslega brjálaður og þreittur og gramur og hugsandi hvaða djöfulsins fáviti keyrir svona hratt í beygjum þegar það stendur fólk alveg við götuna. Klukkan er orðin 8 og ég á alveg 10 mín eftir ef ég drífi mig. Þannig að ég er orðinn seinn og ég er orðinn svakalega kvíðinn yfir því að mæta svona pirraður og gramur og rennandi blautur í vinnuna, og til þess að toppa allt þá er ég seinn líka. Og helvítis hálfvitinn sem skvetti yfir mig vatni, hvað var hann eiginlega að pæla?.. Svo kem ég loksins í vinnuna klukkan korter yfir 8 og yfirmaðurinn minn stendur þar og skammar mig fyrir að mæta of seint. Helvítis fokking fáviti, veit hann ekki hvað ég þurfti að ganga í gegnum til þess að mæta í þessa ömurlegu vinnu. Hljóp þetta allt rennandi blautur og þetta eru þakkirnar sem ég fæ. Svo labba ég inní vinnu og þá hlægja vinnufélagar mínir að mér fyrir að vera svona blautur, sveittur, móður, þreittur, seinn og pirraður og ég snappa, garga á þau fyrir að vera hálvitar og labba út og fer heim, og þar spyr kærasta mín mig hvað ég sé að gera heima, hvort ég ætti ekki að vera að vinna, og ég snappa á hana líka og öskra og strunsa út. Helvítis afskiptasemi í öllum þessum hálfvitum. Og ég úti, farinn heim úr vinnunni og kominn út aftur að heiman, alveg band brjálaður og vitlaus og rosalega kjánalegur því ég veit ekkert hvað ég á að gera núna."

Hvað er að í dæminu hérna eiginlega? Ég var svona lengi, alveg týndur í atburðarrásinni og áttaði mig ekkert á vandamálinu. Það sem er að er viðhorfið mitt. Það að ég skuli í það fyrsta hafa farið pirraður að sofa er alveg nógu ruglað dæmi. En það sem er í gangi þarna er það að ég tók öllu sem árás á mig. Ég lifði þannig alveg heillengi, eða alveg 22 ár að minnsta kosti, fannst allt sem gerðist vera mér að kenna eða þá að aðrir væru einhvernvegin að reyna að ná sér niðrá mér.
En það sem ég áttaði mig síðan á seinna meir (mikið kom þegar ég las lífsreglurnar fjórar eftir D M Ruiz, en það kristallaðist ekkert fyrr en ég fór að skoða hugarfarið mitt alveg með opnum augum) var það að það er í rauninni ekkert persónulegt. Ættu vinnufélagar mínir að hafa tekið því persónulega að ég hafi snappað? áttu þau bara að vita það að ég væri brjálaður og þau hefðu bara átt að passa sig að vera alltaf á varðbergi fyrir því að eitthvað bla? nei auðvitað ekki, ég hélt lengi að ég bæri líka ábyrgð á því hvernig annað fólk tæki mér. En nei, ef einhverjum líkar ekki hegðunin mín í dag, þá er það bara þeirra mál, hegðunin mín er mitt mál og hegðun annara er þeirra mál, eins erfitt og það er að átta sig á því og sætta sig við það stundum. Annað er líka með kærustu mína, átti hún bara að passa sig á því að seigja mér ekki frá því að hún væri ósátt við vaskinn? átti hún bara að sniðganga það og láta eins og ekkert væri, því ÉG var búinn að leggja svo mikið á mig að gera þetta bla... Nei , einmitt ekki. Það sem henni fynnst gildir jafn mikið og það sem mér fynnst. Ég verð að vera opinn fyrir því að annað fólk hefur ekki sömu skoðanir og ég og sérstaklega í sambúð með annari manneskju sem er alveg jafn mikill persónuleiki og ég, þá mætast skoðanir og það myndast núningur og það verða til rifrildi, en ef ég er ekki hæfur til þess að taka skoðanir annara gildar og líta á allt sem aðrir seigja sem árás á tilfiningalíf mitt, þá er ég algjörlega óhæfur til þess að vera í sambúð og hvað þá í sambandi yfir höfuð. En það sem hefur verið að gerast hjá mér, í mínu lífi er það að eftir að ég áttaði mig á því að þetta er ekki persónulegt. Að lífið gerist og ég get annað hvort valið að loka á það og vonast eftir því að andófið minnki með tímanum, labbandi blindur á tilfiningar annara í gegnum lífið. Eða þá að ég get opnað á það að þetta sé allt bara eins og þetta á að vera og líta þannig á að þegar annað fólk er pirrað, á móti því sem ég seigji, eða líki einfaldlega bara ekki við mig sem persónuleika, þá sé það í rauninni ekkert sem hefur með mig að gera, heldur eingöngu skoðanir þeirra manneskju á lífinu og það að sú manneskja kýs að lifa lífinu eftir öðrum lífsgildum en ég. Og það hefur sérstaklega lift þroskaferlinu mínu upp á alveg allt annað svið að líta á það sem verkefni þegar svona núningur myndast á milli míns og einhvers annars, og gefið því gaum að það liggji þar tækifæri til frekari þroska og vaxtar, sem færir stöðugt af sér betri líðan og betri lífskraft eða power.

Þetta líf er troðfullt af tækifærum til þroska og þroski færir þekkingu sem færir sjálfstraust, sem færir hugrekki, sem færir lífskraft, sem færir mér styrkinn til þess að gera það sem er gott fyrir mig, kraftinn til þess að breyta venjum mínum, eins og mataræði mínu, hreyfingar venjum, hugleiðslu venjum, vinnu venjum og samskipta venjum, og þegar ég breyti venjum mínum til góðs, þá færa þær mér vellíðan og aukandi vellíðan lyftir mér uppá allt annað svið lífsins þar sem ég get notið þess að vera til á hverri stundu, án allra aukaefna, alkahóls, gerfiorku eins og sykur og annað og allsskonar fix leiða til þess að ná mér í boðefni, ef ég næ því að vaxa svona þá er boðefnabransinn í hausnum á mér það góður að mér dreymir ekki um það að fara á fyllerí eða fá mér að reykja eða þá að borða óhóflega eða hvað sem er.
Ég bara nýt þess að vera til. Glaður. Ánægður. Hugrakkur. Spenntur fyrir því hvað kemur næst!
Takk fyrir að vera þið. Ekki fara að breyta því.
Friður


Hvað er athygli

Við erum að sjá athyglistíma mannsinns minnka og minnka núna þessi ár. Þegar ég var lítill var ég talinn vera með athyglisbrest og ofvirkni og allt þetta útaf því að ég gat ekki einbeitt mér. Þetta virðist vera vaxandi vandamál hjá okkur mannfólkinu núna. ADHD börn hafa aldrei verið fleiri og þessar aðrar greiningar eru í hverju öðru barni. En eins góð og við erum í að stimpla börnin okkar sem Ofvirkur, með athyglisbrest, and-félagslegur, með persónuleikaröskun og fleiri nöfn sem ég ætla ekkert að vaða í hérna, (það tæki mig örugglega mjög margar stundir að skrifa öll þessi nöfn á kvillum niður og hvað þá lyfin sem gefin eru við þessu öllu) þá skortir okkur algjörlega innsýn inní það hversvegna þessi vandamál eru að vaxa sífelt og verða stærri og stærri. Öðru hvoru kemur inn einhver bóla þar sem er talað eitthvað aðeins um þetta og fólk virðist sjá eitthvað en svo gleymum við strax aftur hvað við vorum að tala um vegna athyglis-span okkar er orðið svo stutt. Ég hef núna verið að einbeita mér að því að læra að vera pabbi og að ala upp barn í örskamman tíma og hef kanski ekki jafn mikla reynslu í því en sumir. En viðhorfin sem ég hef til lífsins breyta gjörsamlega aðferðunum sem ég er að nota í það að ala hana upp. Athygli er það sem hún þarf á þessum aldri,(og mjög líklega alveg alla sína æfi), ég finn það að ef ég er annars hugar þegar við liggjum uppi í rúmi eða erum að leika okkur á leikteppinu hennar, þá verður hún óörugg og leitar í það að ná augnsambandi við mig. Hún er 4 mánaða gömul, en strax kann hún að sjá það hvort hún hafi athyglina mína. Ef ég svara ekki þessu augnkontakti þá verður hún hrædd og óörugg og byrjar að gráta, og oft leiðir það til þess að ég neyðist til þess að láta hana í hendurnar á mömmunni því stundum virðist ég ekki geta róað hana eftir þetta. En hins vegar ef ég svara henni, horfi í augun á henni, brosi og bíð þangað til hún róast. Þá virðist hún fá þann skilning að hún sé örugg og heldur því áfram að leika sér, troða út úr sér tungunni og frussa og hjala.
Þetta hefur mig fengið til að hugsa mikið.. Ef þetta smá augnkontakt getur gefið henni svona rosalega mikið, og þessi örskammi tími þar sem ég er ekki að veita henni athygli getur gert hana það óörugga að ég get ekki lengur róað hana nema að mamma hennar gefur henni að drekka. Hvernig ætli börnum líði sem eru skilin ein eftir inni í herbergi og látin "gráta það út".
Ég er sjálfur barn þessa tíma, þar sem þessi aðferð og aðrar aðferðir voru notaðar á flest börn, og ég er barn sem er talið með athyglisbrest, ofvirkni, ótta og kvíða og þunglyndi á unglingsárum sem leiddi síðan í harða neyslu á fíkniefnum, klámfíkn, athyglisfíkn, eða bara fixfíkn hvernig sem hún birtist.
En það er annað mál. En það virðist samt vera að fólk hafi alveg áttað sig sem mest að það að láta börn gráta það út sé kanski ekki alveg sniðugasta hugmyndin. En samt þrátt fyrir það þá erum við enþá að sjá þessar tölur fara upp. Sem lætur mig hugsa enþá meira. Hvort þetta sé þá eitthvað með athyglina.
En þrátt fyrir það að við leyfum barninu okkar að sofa uppí, knúsum það í svefn, leikum við það aðeins í nokkrar mínútur á dag, þá eru börnin okkar samt óörugg.
Ég hef líka tekið eftir því hjá mér eða okkur að það er ekki endilega það að ég sé ekki nálægt henni. Heldur það að ég sé ekki með hugann á henni. Ég get haldið á henni og knúsað hana og leikið við hana annars hugar, en það virðist vera að henni sé aðeins fullnægt þegar athygli mín er bara á henni, að ég sé að hugsa um það að ég sé að halda á henni, að njóta þess að knúsa hana, að skemmta mér í því að leika við hana. Sem lætur mig hugsa það að það mikilvægasta sem ég get gert í þessu hlutverki, pabbahlutverkinu, sé að láta af því sem ég kalla þarfir (að skoða facebook, að kíkja á notification í snjallsímanum mínum, að hugsa um það hvernig ég vill mála veggina í íbúðinni okkar, að horfa með öðru auganu á sjónvarpið, að gera það sem "ÉG" vill gera) og veita þessari litlu prinsessu ALLA þá athygli sem ég hef.
Það er mjög auðvelt að horfa á þetta og hugsa "SHITT, á ég þá bara ekki að gera neitt fyrir sjálfann mig". Og shitt, ég hugsa það margoft. Ég er oft alveg útkeyrður og þrái ekkert heitara en að setjast bara niður og horfa á mynd. (Heila mynd, ekki bara hálfa mynd eða korter eða eitthvað svoleiðis og þurfa svo að hætta því hún byrjar að gráta inní rúmmi)
En það sem ég virðist vera að græða á þessu, og já, ég græði. Örugglega jafn mikið og hún, nema ég er fær um að skilja það, en ekki hún. Það sem ég græði er lengi athyglis tími, ég, strákur sem var settur á ofvirknislyf 5 ára af því að ég var með ADHD, get haldið athygli yfir því sem ég er að gera. Ég get þroskað mig svona og þroskað vitundina mína og athyglisgáfuna mína svona, og ég get hjálpað dóttur minni að þroska athyglisgáfuna sína svona og horft á hana vaxa örugga og heilbryggða inní þetta líf sem við erum að lifa. Ég get alltaf séð eitthvað neikvætt í öllu. ég get valið það að horfa á það þannig að ef ég veiti henni konstant athygli, þá sé ég að spilla henni eða eitthvað slíkt. En ef ég horfi á það þannig að þetta sé bæði að þroska mig og að veita henni öryggi, þá drífur það mig frekar áfram til þess að horfa svona á þetta.
Ég get líka þroskað athyglisgáfuna mína öðruvísi og hef verið að gera það í tæp 2 ár með skilvirkum árangri, með því að hugleiða og nota það til þess að toga mig inn í augnablikið sem er að líða núna og það veitir mér mjög mikinn áhuga á því sem ég er að gera og gefur mér það að ég get gert hlutina sem ég er að gera í lífinu vel og einbeitt mér að þeim.
Það hjálpar mér líka að hafa athyglina á góðu hlið lífsins en ekki vera að vafra á milli gleði og depurð.
Þetta hugarfar hefur veitt mér frelsi og kraft til þess að takast á við lífið og elska það, gefið mér hugrekki til þess að gera hluti sem ég hef aldrei þorað og gefið mér sjálfstraust til þess að koma svo vel við sjálfann mig að það eina sem ég hugsa er það hvað ég geti gert til þess að líða betur. og ég er óhræddur við að ganga á eftir því, hversu heimskulegt sem það kann að hljóma.
Takk fyrir mig, takk fyrir að lesa þetta, takk fyrir að vera þú, plís haltu því áfram.
Friður 


Þægindi eða þekking?

Þægindar ramminn minn er mitt versta fangelsi. Ef ég held mig inni í honum af ótta við það sem lyggur fyrir utan, þá næ ég aldrei að opna næstu blaðsíðu í bók lífsins. Lífið færir mér alltaf tækifæri til breytinga, en ótti er það sem hindrar mig í að sjá og grípa þessi tækifæri. Ef þetta er satt þá ef ég er ekki að breytast þá er ég ekki að lifa. Það er eins og að lesa alltaf sama kaflann aftur og aftur af því að hann er svo skemmtilegur en þora ekki að lesa áfram í ótta við að það muni færa erfiðleika og leiðindi.
"Sumir deyja tvítugir en eru ekki grafnir fyrr en um 75 ára" á svolítið við um þetta.


Lífið er breytingum háð

Ég las einhver staðar eða heyrði þessa setningu: Lífið er breytingum háð.
Hef fundið það hjá mér að breytingar séu ávallt undanfari þroska og trausts. Alltaf þegar ég stend í stað í einhverju sem ég er að gera hefur reynst mér mjög vel að breyta til. Horfa frá öðru sjónarhorni eða einfaldlega einbeita mér að einhverju öðru.
Þegar ég þarf að breyta til í lífinu, bæði hugarfarslega og efnislega þá lýt ég á það sem tækifæri til þroska en ekki óþarfa erfiðleika og held huganum mínum opnum um að ég gæti haft rangt fyrir mér í öllu sem gerist. Þegar ég hins vegar streitist á móti breytingum þá virðist myndast núningur á milli hugarfars míns og þess sem er í rauninni að gerast og það kemur út á fólkinu sem er í kringum mig.
Ég geri ráð fyrir að þetta þýði að þetta fáranlega hamingjusama fólk sem birtist öðru hverju í samfélaginu sé fólk sem er stöðugt opið fyrir breytingum og opið fyrir því að það hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. En eins og ég hef tekið eftir sjálfur, þá virðist vera eins og allt lífið mitt standi í stað og ég hætti að þroskast um leið og ég reyni að flýja breytingar, hvernig sem ég kýs að gera það. Hef reynt margar aðferðir sem eru klassískar í samfélaginu okkar, áfengi, skipta eða hætta eða byrja í "ástarsamböndum", ólögleg og jafnvel lögleg uppáskrifuð lyf og fleira. Það virðist aðeins minnka sarsaukann sem kemur frá því að hunsa breytingar en ekki hindra breytingarferlið í að reyna að eiga sér stað. Það eina sem hefur gagnast mér í því er að takast á við þær breytingar með opnu hugarfari og mögulega þakklæti. Því í raun og veru er þetta breytingarferli að þroska mig og gera mig að sterkari, betri og ástúðarfullari manni.
Megi lífið færa ykkur eins miklar breytingar og þið þolið


Höfundur

Ásgeir Kári Ómarsson
Ásgeir Kári Ómarsson
Höfundur skrifar hér á þessa síðu í von um betrun á sjálfum sér. Þar sem þroski einstaklingsins felur oft í sér að deila með öðrum, þá nýti ég þennann vetvang til þess að deila hugsunum og ekki hugsunum með þér, lesari góður

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband