Hverju á ég að taka persónulega?

Tökum dæmi- "Ég vaknaði pirraður, af því að ég fór að sofa pirraður vegna þess að ég og kærasta mín höfum verið ósammála um hvernig vask við eigum að vera með (Eða ég er ósammála, hún hefur það fínt. Henni fynnst vaskurinn ekki nógu stór en mér fynnst hún vera að ráðast á það sem ég lagði á mig til þess að kaupa þennann fína vask handa henni), og útaf því að ég vaknaði pirraður, þá fór ég seinna á fætur en ég geri vanalega, sem leiddi að því að ég hafði lítinn tíma til að borða og taka mig til, þannig að ég hleip í rauninni út korter í vinnu og það tekur mig 20 mín í það minnsta að labba í vinnuna, þannig að ég þarf að skokka. Á miðri leið lendi ég á rauðum kalli og bílar að keyra á fullu framhjá þannig að ég get ekki hlaupið yfir og er að verða seinn. Það er búið að vera rigning og allt í pollum svo að allt í einu kemur einn bíll á aðeins meiri ferð en hinir og keyrir í pollinn sem ég stend hálfur í og ég fæ hann allann yfir mig. Og þá loksins kemur grænn kall, og ég get haldið áfram, rennandi blautur, alveg ógeðslega brjálaður og þreittur og gramur og hugsandi hvaða djöfulsins fáviti keyrir svona hratt í beygjum þegar það stendur fólk alveg við götuna. Klukkan er orðin 8 og ég á alveg 10 mín eftir ef ég drífi mig. Þannig að ég er orðinn seinn og ég er orðinn svakalega kvíðinn yfir því að mæta svona pirraður og gramur og rennandi blautur í vinnuna, og til þess að toppa allt þá er ég seinn líka. Og helvítis hálfvitinn sem skvetti yfir mig vatni, hvað var hann eiginlega að pæla?.. Svo kem ég loksins í vinnuna klukkan korter yfir 8 og yfirmaðurinn minn stendur þar og skammar mig fyrir að mæta of seint. Helvítis fokking fáviti, veit hann ekki hvað ég þurfti að ganga í gegnum til þess að mæta í þessa ömurlegu vinnu. Hljóp þetta allt rennandi blautur og þetta eru þakkirnar sem ég fæ. Svo labba ég inní vinnu og þá hlægja vinnufélagar mínir að mér fyrir að vera svona blautur, sveittur, móður, þreittur, seinn og pirraður og ég snappa, garga á þau fyrir að vera hálvitar og labba út og fer heim, og þar spyr kærasta mín mig hvað ég sé að gera heima, hvort ég ætti ekki að vera að vinna, og ég snappa á hana líka og öskra og strunsa út. Helvítis afskiptasemi í öllum þessum hálfvitum. Og ég úti, farinn heim úr vinnunni og kominn út aftur að heiman, alveg band brjálaður og vitlaus og rosalega kjánalegur því ég veit ekkert hvað ég á að gera núna."

Hvað er að í dæminu hérna eiginlega? Ég var svona lengi, alveg týndur í atburðarrásinni og áttaði mig ekkert á vandamálinu. Það sem er að er viðhorfið mitt. Það að ég skuli í það fyrsta hafa farið pirraður að sofa er alveg nógu ruglað dæmi. En það sem er í gangi þarna er það að ég tók öllu sem árás á mig. Ég lifði þannig alveg heillengi, eða alveg 22 ár að minnsta kosti, fannst allt sem gerðist vera mér að kenna eða þá að aðrir væru einhvernvegin að reyna að ná sér niðrá mér.
En það sem ég áttaði mig síðan á seinna meir (mikið kom þegar ég las lífsreglurnar fjórar eftir D M Ruiz, en það kristallaðist ekkert fyrr en ég fór að skoða hugarfarið mitt alveg með opnum augum) var það að það er í rauninni ekkert persónulegt. Ættu vinnufélagar mínir að hafa tekið því persónulega að ég hafi snappað? áttu þau bara að vita það að ég væri brjálaður og þau hefðu bara átt að passa sig að vera alltaf á varðbergi fyrir því að eitthvað bla? nei auðvitað ekki, ég hélt lengi að ég bæri líka ábyrgð á því hvernig annað fólk tæki mér. En nei, ef einhverjum líkar ekki hegðunin mín í dag, þá er það bara þeirra mál, hegðunin mín er mitt mál og hegðun annara er þeirra mál, eins erfitt og það er að átta sig á því og sætta sig við það stundum. Annað er líka með kærustu mína, átti hún bara að passa sig á því að seigja mér ekki frá því að hún væri ósátt við vaskinn? átti hún bara að sniðganga það og láta eins og ekkert væri, því ÉG var búinn að leggja svo mikið á mig að gera þetta bla... Nei , einmitt ekki. Það sem henni fynnst gildir jafn mikið og það sem mér fynnst. Ég verð að vera opinn fyrir því að annað fólk hefur ekki sömu skoðanir og ég og sérstaklega í sambúð með annari manneskju sem er alveg jafn mikill persónuleiki og ég, þá mætast skoðanir og það myndast núningur og það verða til rifrildi, en ef ég er ekki hæfur til þess að taka skoðanir annara gildar og líta á allt sem aðrir seigja sem árás á tilfiningalíf mitt, þá er ég algjörlega óhæfur til þess að vera í sambúð og hvað þá í sambandi yfir höfuð. En það sem hefur verið að gerast hjá mér, í mínu lífi er það að eftir að ég áttaði mig á því að þetta er ekki persónulegt. Að lífið gerist og ég get annað hvort valið að loka á það og vonast eftir því að andófið minnki með tímanum, labbandi blindur á tilfiningar annara í gegnum lífið. Eða þá að ég get opnað á það að þetta sé allt bara eins og þetta á að vera og líta þannig á að þegar annað fólk er pirrað, á móti því sem ég seigji, eða líki einfaldlega bara ekki við mig sem persónuleika, þá sé það í rauninni ekkert sem hefur með mig að gera, heldur eingöngu skoðanir þeirra manneskju á lífinu og það að sú manneskja kýs að lifa lífinu eftir öðrum lífsgildum en ég. Og það hefur sérstaklega lift þroskaferlinu mínu upp á alveg allt annað svið að líta á það sem verkefni þegar svona núningur myndast á milli míns og einhvers annars, og gefið því gaum að það liggji þar tækifæri til frekari þroska og vaxtar, sem færir stöðugt af sér betri líðan og betri lífskraft eða power.

Þetta líf er troðfullt af tækifærum til þroska og þroski færir þekkingu sem færir sjálfstraust, sem færir hugrekki, sem færir lífskraft, sem færir mér styrkinn til þess að gera það sem er gott fyrir mig, kraftinn til þess að breyta venjum mínum, eins og mataræði mínu, hreyfingar venjum, hugleiðslu venjum, vinnu venjum og samskipta venjum, og þegar ég breyti venjum mínum til góðs, þá færa þær mér vellíðan og aukandi vellíðan lyftir mér uppá allt annað svið lífsins þar sem ég get notið þess að vera til á hverri stundu, án allra aukaefna, alkahóls, gerfiorku eins og sykur og annað og allsskonar fix leiða til þess að ná mér í boðefni, ef ég næ því að vaxa svona þá er boðefnabransinn í hausnum á mér það góður að mér dreymir ekki um það að fara á fyllerí eða fá mér að reykja eða þá að borða óhóflega eða hvað sem er.
Ég bara nýt þess að vera til. Glaður. Ánægður. Hugrakkur. Spenntur fyrir því hvað kemur næst!
Takk fyrir að vera þið. Ekki fara að breyta því.
Friður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Kári Ómarsson
Ásgeir Kári Ómarsson
Höfundur skrifar hér á þessa síðu í von um betrun á sjálfum sér. Þar sem þroski einstaklingsins felur oft í sér að deila með öðrum, þá nýti ég þennann vetvang til þess að deila hugsunum og ekki hugsunum með þér, lesari góður

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband