Hvað er hugsun?

Vinur minn benti mér á einu sinni að það væri aðeins lítill fólks sem hugsar í raun og veru, hinir fylgja. Útfrá því er hægt að seigja, (ef ég skil það þar að seigja) að það sé undir þeim sem hugsa komið að breyta vel og þá mun þjóðfélagið breytast eftir því.
Það er gott dæmi með það sem hefur verið gert núna á stórum fótboltavöllum. Einu sinni var gerð rannsókn á því hvernig "Riot" urðu til og hvernig hægt væri að stoppa áhorfendur frá því að brjálast og hlaupa inn á völlinn. Þá var prufað að setja verði inn á milli til að fylgjast með hegðun fólksins við rót þess að uppþot voru að byrja. Það var semsagt komist að því að það voru einstaklingar sem ullu þessu. Þegar fólkið var spurt eftirá hversvegna þau hlupu inn á völlinn, þá svöruðu flestir að þeir höfðu ekki hugmynd um það, það var bara það sem allir voru að gera. En einstaka maður hrækti bara framan í lögguna og sagði þeim að fokka sér. Þannig að það var prufað að fylgjast með þessum einstaklingum, þegar verðirnir í stúkunum sáu að einhver einn var orðinn of brjálaður eða of æstur, þá var hann fjarlægður og þá áttu þessi uppþot sér ekki stað.
Þetta er gott dæmi um það hvernig við fylgjum gjörðum einstaklinga sem við samsvörum okkur með.
Flestir fylgja bara, en þegar það koma saman 2-3 sem hugsa, þá geta þeir fengið fólkið í lið með sér gjörsamlega óafvitandi.
Annað gott dæmi er bara Hitler, algjör brjálæðingur sem hugsaði og talaði flott og fékk heila þjóð með sér í að fremja svakaleg voðaverk.

En það er líka hægt að setja þetta inn í samfélagið, fjölskyldumynstur og einstaklinginn.

Ef við sem samfélag byggjum upp staðalímynd af hinum fullkomna einstakling, setjum hann allsstaðar, seigjum fólki nógu mikið að það sé best að vera svona. Eiga þessi föt, versla þetta, borða óholt, en samt passa uppá heilbrygðið með því að fara til læknis þegar það er eitthvað að. Taka þessi lyf til þess að líða svona, taka hin lyfin til að líða hinsegin.
Þá eftir því sem fleiri gera þetta, þá fylgja fleiri.
Við erum núna komin á það stig, að við getum í raun og veru bara menntað nokkrar "týpur" af einstaklingum. Ef manneskja hagar sér eitthvað öðruvísi en þessar nokkru týpur, þá höfum við ekki úrkosti fyrir hana. Þá köllum við hana geðveika og lokum hana inni á einhverri deild. Eða gerum okkar besta í því að breyta manneskjunni í þá manneskju sem við viljum að hún sé. Með tilheyrandi lyfjum og ögunar forritum.
Og eins og er í dag, þá fylgja þessu flestir. Nema fjölgandi hópur hugsandi fólks sem hefur ekki áhuga á því að taka þátt í þessu rugli.

Síðan eru fjölskyldu munstrin. Sem kemur mikið inn á einstaklinginn, þar sem það er uppeldi barns sem kennir því sem flest viðhorf þess. Í öllum þessu uppeldisupplýsingum sem ég er að skoða í kringum dóttir okkar, sá ég að fyrstu 7 árin skipta sköpum í forritun einstaklingsins. Að rannsóknir hafa sýnt framm á það að ef barn verði fyrir einhverskonar áfalli fyrir þann aldur, þá sé mikið erfiðara fyrir barnið að vinna úr því í framtíðinni.
Þarna kemur inn hvernig foreldrar barnsins hafa verið aldir upp og hvaða upplýsingar séu í þjóðfélaginu um barnauppeldi og skipta þessir faktorar sköpum í mótun einstaklingsins.
Til dæmis ef uppeldið byggist á niðurlægjingu og skort á tilfinningun á þessum árum, mótast einstaklingurinn með mjög lélegt sjálfstraust og á erfitt með að taka sér pláss í lífinu og ákveða hvað hann vill gera, vegna þess að einstaklingurinn er hræddur um að fá skömm eða niðurlægjingu fyrir að velja vitlaust.

En síðan einmitt kem ég inná einstaklinginn.
Sem er í raun og veru eini staðurinn þar sem ég get svarað þessari spurningu sem er í nafni þessarar spurningar. Hvað er hugsun?
Ef við ofureinföldum heilann, seigjum að hann skiptist í 3 hluta, Hægra heilahvel, vinstra heilahvel og gamla heilann (eða hvataheilann). Seigjum að hægra heilahvel sé innsæji, að vinstra heilahvel sé rökhugsun og að hvataheilinn sé það sem bregst við áður þekktum aðstæðum.
Þá er auðvelt að svara þessari spurningu.
Ef ÉG, sem einstaklingur, sem hefur fengið alla þessa forritun, frá samfélaginu, fjölskyldunni, skólakerfinu, vinahópnum og öðrum faktorum sem ég get ekki nefnt núna, ætla að seigja að ég hugsi,
þá hlýtur það að vera mjög dauf hugsun.
Ég hugsa kanski, mér fynnst þetta gaman.
Djöfull er þetta fyndin mynd.
Mér fynnst svona föt flott.
Mér fynnst svona fólk skrítið.
Mér fynnst svona hegðun skrítin.
Ég vill fá mér þetta að borða.
Mig langar í macdonalds.
Mig langar í KFC.
En er þetta hugsun? Eða er þetta einungis afleiðing forritunar?
Fynnst mér ekki bara þessi föt flott, af því að ég er búinn að læra að ef ég geng í svona fötum, þá fæ ég meiri athygli frá stelpum?
Eða fynnst mér einhver hegða sér skringilega af því að mamma mín sagði einhvertíman að svona hegðun sé skrítin?
Eða þá að vinahópurinn minn gerir grín að svona fólki?..
Þetta er í raun og veru ekki hugsun, ef við seigjum að hugsun eigi sér stað á milli rökhugsunnar og innsæjis.
Heldur er þetta viðbragð við áður mótuðum hugmyndum, eða aðstæðum sem við höfum áður lent í.

Hjá mér, þá hef ég áttað mig á því, að það er ekki fyrr en ég fer að spyrja spurninga, sem ég byrja að hugsa. Eins og tildæmis þetta. "Afhverju fynnst mér þessi maður skrítinn? ", þá kemur oftast eitthvað svar til baka. "Afþví að hann er að dansa við tónlistina hérna í Hagkaup". Þá get ég spurt aftur. "Afhverju er það svona skrítið". Og oftast þá kemur ekkert svar við þessari spurningu.. Og ef það kemur ekki svar, þá get ég sætt mig við að þetta er í raun ekki hugsun, heldur viðhorf, eða afleiðing af skoðun einhvers annars. Kanski hugsa ég þá, "Ætli það sé þá í lagi að dansa í hagkaup?", Ef það kemur já, þá verð ég að hafa hugrekki til þess grin emoticon !
En ég vona að þið skiljið hvað ég er að meina.
Að það ef eitthvað er óskiljanlegt, Viðhorf, löngun, skoðun og fleira, þar að seigja ef ég fæ ekki svar þegar ég spyr mig útí það afhverju þetta er svona, þá er í raun og veru aðeins ein ástæða.
Mér var kennt það! Og hverjum á ég að trúa? Á ég að trúa kennaranum sem beitir börnin í bekknum sínum ofbeldi? Prestinum sem er óhæfur um að umgangast börn? Mömmu og pabba? Fréttum? Auglýsingum? Sjórvarpsefni? Uppáhalds þættinum mínum??
Eða á ég kanski að komast að þessu öllu sjálfur??
Ef ég geri það, þá læri ég. Þá þroskast ég. Þá get ég svarað mínum eigin spurningum. Þá get ég kallast hugsandi maður.
Maðurinn sem veit að hann veit.. Eða homo sapiens sapiens..
Þetta er mikið stökk, að fara frá því að vera bara maður, yfir í það að vera hugsandi maður. Og svona mikil stökk taka á.
En kostirnir við það eru óþrjótandi.

Takk fyrir að lesa þetta!
Það eru rétt tæp 4000 manns búin að skoða síðasta bloggið sem ég skrifaði. Sem er rosalegt!
Endilega verið óhrædd við að deila eða senda mér skilaboð.
Ég hef mjög gaman að því að tala við fólk.
Ég bjóst við því að enginn nennti að lesa þetta.
Þetta er bara það sem ég er að hugsa og læra.
Hvorki neitt meira né minna.
Endilega fynnið ykkur gleði og orku og þá mun lífið sjá um restina!
Meigi mátturinn vera með ykkur
Ásgeir Klári
Auðmjúkur frelsari mannkynsins
(að frelsa mannkynið frá hugsanavillum sjálfs míns)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Kári Ómarsson
Ásgeir Kári Ómarsson
Höfundur skrifar hér á þessa síðu í von um betrun á sjálfum sér. Þar sem þroski einstaklingsins felur oft í sér að deila með öðrum, þá nýti ég þennann vetvang til þess að deila hugsunum og ekki hugsunum með þér, lesari góður

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband