Gott eða slæmt

Ég var að spjalla við félaga minn um daginn. Á almanna færi. Í saunu þar að seigja.
Ég var að seigja honum frá hugsunaraðferð sem ég hafði verið að prufa þann daginn. S.s að horfa á sjálfann mig sem gjörsamlega ókunnugann mann. Að spyrja mig við öllu sem ég framkvæmdi „Hvað myndi ég gera eða seigja ef ég sæji einhvern sem ég þekkti ekki neitt vera að gera þetta“, þar sem við erum oftast miklu dómharðari við okkur sjálf heldur en aðra. Þar sem við þurfum víst að lifa inni í hausnum á okkur sjálf, þá eigum við til með að ætla að við séum einhvernvegin öðruvísi en við erum og verðum pirruð við okkur þegar við erum semsagt ekki að hegða okkur eftir því sem við höldum að við séum.
En allavega. Ég var að seigja honum frá því að ég væri að prófa þetta og að þetta væri að gagnast mér mjög vel, að ég hafi ekki rifið niður það sem ég gerði í alveg heilann dag, eða ég gaf því allavega ekki færi á sér þegar það byrjaði, heldur spurði mig einfaldlega, hvað myndi ég gera ef ég sæji einhvern útá götu eða í kringlunni gera þetta.
Og þar sem við sátum í saunuklefa með öðru fólki, þá byrjaði maður að spyrja mig spurninga um þetta. Hann spurði mig hvernig ég myndi horfa á það ef það væri útrásarvíkingur eða stjórnmálamaður sem kæmi til greina. Ég skildi ekki alveg spurninguna og náði þess vegna ekkert að svara almennilega. En þegar ég er að skrifa þetta, þá held ég að hann hafi verið að meina hvort ég myndi dæma útrásarvíking eða stjórnmálamann meira en mig sjálfann.
Ég svaraði honum bara mjög einfaldlega og sagði að ef þetta hrun hefði ekki átt sér stað, þá væri andinn í samfélaginu ekki svona eins og hann er í dag. Að þetta hafi þurft að gerast, annars hefði þetta ekki gerst.
En ég held einmitt að það sé svarið sem ég get veitt við þeirri spurningu.
Ég ætla aðeins að dýfa mér í smá pælingar útfrá þessu.
Ef við seigjum að hver maður sé nauðsynlegur á sinn hátt.
Að allt hafi sína kosti þrátt fyrir það að eiga líka sína galla.

Til dæmis: Barn sem elst upp á sundruðu heimili, heimili þar sem foreldrarnir eiga ekki í nánum samskiptum, heldur eru þau bara í hjónabandinu „fyrir börnin“, reyna að láta það virka af því að þau halda að það hefði áhrif á börnin ef þau myndu skilja, en í raun og veru þá elst barnið upp á nándarlausu og sundruðu heimili. Barnið elst upp, verður samskiptatruflað og leitar í erfiðar félagslegar aðstæður, seigjum bara fíkniefnaneyslu. Nú eru foreldrarnir svo áhyggjufullir að þau byrja að tala saman, byrja á því að ræða um barnið, en síðan færist athyglin yfir á samskipti þeirra og þau átta sig loksins á því að þau hafa ekki þolað hvort annað allann þennann tíma og þau ákveða að prófa að kynnast upp á nýtt. En enda kannski á því að skilja. En gera það í góðu og byrja að rækta sjálf sig í einrúmi og geta þar með veitt unglingnum þá nánd og ást sem hann er að leitast eftir í neyslunni.
Unglingurinn endar með því að ná sér upp úr þessari neyslu með stuðning frá foreldrunum og kemur en sterkari upp úr því. Endar með að geta hjálpað fólki á mismunandi stöðum í lífinu vegna reynslu sinnar af því að takast á við erfiðleika.

Er það slæmt að barnið hafi farið í neyslu?
Er það slæmt að foreldrarnir hafi ákveðið að skilja ekki í byrjun sambandsins?
Er það slæmt að foreldrarnir hafi ákveðið að skilja í endann?
Þetta eru spurningar, sem einstakar er mjög auðvelt að svara. Ef einhver spyr mig, er slæmt fyrir barn að fara í neyslu.. Þá er það fyrsta sem ég hugsa auðvitað Já.
Einnig ef spurt er hvort slæmt sé fyrir foreldra að skilja í miðju uppeldi, þá hugsar maður oftast að svarið sé Já.
En það er ekki það sama þegar við horfum á heildar atburðar rásina.
Það verður ekki skýrt fyrr en þegar við sjáum hvert þessar ákvarðanir leiða okkur á endanum.
En eins og í „hruninu“, þegar gráðugir idiotar sem vissu ekkert hvað þeir væru í raun og veru að gera,
stálu milljörðum af íslensku þjóðinni, sem skildi þjóðina eftir í kreppu. Þá sáum við alltaf bara litla atburði, við sáum þegar þetta mál kom upp, og þegar annað mál kom upp og svo framvegis, en við sáum ekki heildarmyndina, við sáum ekki hvert það mundi leiða okkur á endanum.
Það er mjög auðvelt að hugsa um erfiðleika sem slæmann hlut, að það sé eitthvað sem við þurfum að forðast til þess að finna ekki fyrir óþægindum, en það er í raun og veru ekki fyrr en þá sem við þroskumst í raun og veru.
Eins og við íslendingar sem þjóð, jújú, bankakerfið er að vísu á svipuðum stað, lán heimilanna á verri stað, enþá bjánar sem hafa í raun ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera að leiða fjárhagskerfið okkar og samfélagið. En það er einnig ungt fólk, sem hugsar meira. Tekur ekki bara lán, heldur veltir hlutunum fyrir sér. Treistir því ekki endilega sem bankinn seigir, eða hvað auglýsingar seigja, eða fjölmiðlar. Heldur fólk sem stoppar og spyr sig sjálft hvað sé rétt að gera.
Ef ég á að svara því þá, hvort að útrásarvíkingarnir sem stakur hlutur sé slæmur, þá verð ég að svara því neitandi. Því það er í raun og veru ekkert til sem heitir alslæmur hlutur.
Ef þeir hefðu ekki hent öllu um koll, þá væri fólk enþá að dýfa sér í meiri og meiri skuldir, ekkert hugsandi hvað það er að gera eða hvert það er að fara og mun færri manns væru meðvitaðir í lífinu.

May the force be with you
Með bestu kveðju
Ásgeir Klári
Frelsari mannkynsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Kári Ómarsson
Ásgeir Kári Ómarsson
Höfundur skrifar hér á þessa síðu í von um betrun á sjálfum sér. Þar sem þroski einstaklingsins felur oft í sér að deila með öðrum, þá nýti ég þennann vetvang til þess að deila hugsunum og ekki hugsunum með þér, lesari góður

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband