Hvað er athygli

Við erum að sjá athyglistíma mannsinns minnka og minnka núna þessi ár. Þegar ég var lítill var ég talinn vera með athyglisbrest og ofvirkni og allt þetta útaf því að ég gat ekki einbeitt mér. Þetta virðist vera vaxandi vandamál hjá okkur mannfólkinu núna. ADHD börn hafa aldrei verið fleiri og þessar aðrar greiningar eru í hverju öðru barni. En eins góð og við erum í að stimpla börnin okkar sem Ofvirkur, með athyglisbrest, and-félagslegur, með persónuleikaröskun og fleiri nöfn sem ég ætla ekkert að vaða í hérna, (það tæki mig örugglega mjög margar stundir að skrifa öll þessi nöfn á kvillum niður og hvað þá lyfin sem gefin eru við þessu öllu) þá skortir okkur algjörlega innsýn inní það hversvegna þessi vandamál eru að vaxa sífelt og verða stærri og stærri. Öðru hvoru kemur inn einhver bóla þar sem er talað eitthvað aðeins um þetta og fólk virðist sjá eitthvað en svo gleymum við strax aftur hvað við vorum að tala um vegna athyglis-span okkar er orðið svo stutt. Ég hef núna verið að einbeita mér að því að læra að vera pabbi og að ala upp barn í örskamman tíma og hef kanski ekki jafn mikla reynslu í því en sumir. En viðhorfin sem ég hef til lífsins breyta gjörsamlega aðferðunum sem ég er að nota í það að ala hana upp. Athygli er það sem hún þarf á þessum aldri,(og mjög líklega alveg alla sína æfi), ég finn það að ef ég er annars hugar þegar við liggjum uppi í rúmi eða erum að leika okkur á leikteppinu hennar, þá verður hún óörugg og leitar í það að ná augnsambandi við mig. Hún er 4 mánaða gömul, en strax kann hún að sjá það hvort hún hafi athyglina mína. Ef ég svara ekki þessu augnkontakti þá verður hún hrædd og óörugg og byrjar að gráta, og oft leiðir það til þess að ég neyðist til þess að láta hana í hendurnar á mömmunni því stundum virðist ég ekki geta róað hana eftir þetta. En hins vegar ef ég svara henni, horfi í augun á henni, brosi og bíð þangað til hún róast. Þá virðist hún fá þann skilning að hún sé örugg og heldur því áfram að leika sér, troða út úr sér tungunni og frussa og hjala.
Þetta hefur mig fengið til að hugsa mikið.. Ef þetta smá augnkontakt getur gefið henni svona rosalega mikið, og þessi örskammi tími þar sem ég er ekki að veita henni athygli getur gert hana það óörugga að ég get ekki lengur róað hana nema að mamma hennar gefur henni að drekka. Hvernig ætli börnum líði sem eru skilin ein eftir inni í herbergi og látin "gráta það út".
Ég er sjálfur barn þessa tíma, þar sem þessi aðferð og aðrar aðferðir voru notaðar á flest börn, og ég er barn sem er talið með athyglisbrest, ofvirkni, ótta og kvíða og þunglyndi á unglingsárum sem leiddi síðan í harða neyslu á fíkniefnum, klámfíkn, athyglisfíkn, eða bara fixfíkn hvernig sem hún birtist.
En það er annað mál. En það virðist samt vera að fólk hafi alveg áttað sig sem mest að það að láta börn gráta það út sé kanski ekki alveg sniðugasta hugmyndin. En samt þrátt fyrir það þá erum við enþá að sjá þessar tölur fara upp. Sem lætur mig hugsa enþá meira. Hvort þetta sé þá eitthvað með athyglina.
En þrátt fyrir það að við leyfum barninu okkar að sofa uppí, knúsum það í svefn, leikum við það aðeins í nokkrar mínútur á dag, þá eru börnin okkar samt óörugg.
Ég hef líka tekið eftir því hjá mér eða okkur að það er ekki endilega það að ég sé ekki nálægt henni. Heldur það að ég sé ekki með hugann á henni. Ég get haldið á henni og knúsað hana og leikið við hana annars hugar, en það virðist vera að henni sé aðeins fullnægt þegar athygli mín er bara á henni, að ég sé að hugsa um það að ég sé að halda á henni, að njóta þess að knúsa hana, að skemmta mér í því að leika við hana. Sem lætur mig hugsa það að það mikilvægasta sem ég get gert í þessu hlutverki, pabbahlutverkinu, sé að láta af því sem ég kalla þarfir (að skoða facebook, að kíkja á notification í snjallsímanum mínum, að hugsa um það hvernig ég vill mála veggina í íbúðinni okkar, að horfa með öðru auganu á sjónvarpið, að gera það sem "ÉG" vill gera) og veita þessari litlu prinsessu ALLA þá athygli sem ég hef.
Það er mjög auðvelt að horfa á þetta og hugsa "SHITT, á ég þá bara ekki að gera neitt fyrir sjálfann mig". Og shitt, ég hugsa það margoft. Ég er oft alveg útkeyrður og þrái ekkert heitara en að setjast bara niður og horfa á mynd. (Heila mynd, ekki bara hálfa mynd eða korter eða eitthvað svoleiðis og þurfa svo að hætta því hún byrjar að gráta inní rúmmi)
En það sem ég virðist vera að græða á þessu, og já, ég græði. Örugglega jafn mikið og hún, nema ég er fær um að skilja það, en ekki hún. Það sem ég græði er lengi athyglis tími, ég, strákur sem var settur á ofvirknislyf 5 ára af því að ég var með ADHD, get haldið athygli yfir því sem ég er að gera. Ég get þroskað mig svona og þroskað vitundina mína og athyglisgáfuna mína svona, og ég get hjálpað dóttur minni að þroska athyglisgáfuna sína svona og horft á hana vaxa örugga og heilbryggða inní þetta líf sem við erum að lifa. Ég get alltaf séð eitthvað neikvætt í öllu. ég get valið það að horfa á það þannig að ef ég veiti henni konstant athygli, þá sé ég að spilla henni eða eitthvað slíkt. En ef ég horfi á það þannig að þetta sé bæði að þroska mig og að veita henni öryggi, þá drífur það mig frekar áfram til þess að horfa svona á þetta.
Ég get líka þroskað athyglisgáfuna mína öðruvísi og hef verið að gera það í tæp 2 ár með skilvirkum árangri, með því að hugleiða og nota það til þess að toga mig inn í augnablikið sem er að líða núna og það veitir mér mjög mikinn áhuga á því sem ég er að gera og gefur mér það að ég get gert hlutina sem ég er að gera í lífinu vel og einbeitt mér að þeim.
Það hjálpar mér líka að hafa athyglina á góðu hlið lífsins en ekki vera að vafra á milli gleði og depurð.
Þetta hugarfar hefur veitt mér frelsi og kraft til þess að takast á við lífið og elska það, gefið mér hugrekki til þess að gera hluti sem ég hef aldrei þorað og gefið mér sjálfstraust til þess að koma svo vel við sjálfann mig að það eina sem ég hugsa er það hvað ég geti gert til þess að líða betur. og ég er óhræddur við að ganga á eftir því, hversu heimskulegt sem það kann að hljóma.
Takk fyrir mig, takk fyrir að lesa þetta, takk fyrir að vera þú, plís haltu því áfram.
Friður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Kári Ómarsson
Ásgeir Kári Ómarsson
Höfundur skrifar hér á þessa síðu í von um betrun á sjálfum sér. Þar sem þroski einstaklingsins felur oft í sér að deila með öðrum, þá nýti ég þennann vetvang til þess að deila hugsunum og ekki hugsunum með þér, lesari góður

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband