Lífið er breytingum háð

Ég las einhver staðar eða heyrði þessa setningu: Lífið er breytingum háð.
Hef fundið það hjá mér að breytingar séu ávallt undanfari þroska og trausts. Alltaf þegar ég stend í stað í einhverju sem ég er að gera hefur reynst mér mjög vel að breyta til. Horfa frá öðru sjónarhorni eða einfaldlega einbeita mér að einhverju öðru.
Þegar ég þarf að breyta til í lífinu, bæði hugarfarslega og efnislega þá lýt ég á það sem tækifæri til þroska en ekki óþarfa erfiðleika og held huganum mínum opnum um að ég gæti haft rangt fyrir mér í öllu sem gerist. Þegar ég hins vegar streitist á móti breytingum þá virðist myndast núningur á milli hugarfars míns og þess sem er í rauninni að gerast og það kemur út á fólkinu sem er í kringum mig.
Ég geri ráð fyrir að þetta þýði að þetta fáranlega hamingjusama fólk sem birtist öðru hverju í samfélaginu sé fólk sem er stöðugt opið fyrir breytingum og opið fyrir því að það hafi ekki alltaf rétt fyrir sér. En eins og ég hef tekið eftir sjálfur, þá virðist vera eins og allt lífið mitt standi í stað og ég hætti að þroskast um leið og ég reyni að flýja breytingar, hvernig sem ég kýs að gera það. Hef reynt margar aðferðir sem eru klassískar í samfélaginu okkar, áfengi, skipta eða hætta eða byrja í "ástarsamböndum", ólögleg og jafnvel lögleg uppáskrifuð lyf og fleira. Það virðist aðeins minnka sarsaukann sem kemur frá því að hunsa breytingar en ekki hindra breytingarferlið í að reyna að eiga sér stað. Það eina sem hefur gagnast mér í því er að takast á við þær breytingar með opnu hugarfari og mögulega þakklæti. Því í raun og veru er þetta breytingarferli að þroska mig og gera mig að sterkari, betri og ástúðarfullari manni.
Megi lífið færa ykkur eins miklar breytingar og þið þolið


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásgeir Kári Ómarsson
Ásgeir Kári Ómarsson
Höfundur skrifar hér á þessa síðu í von um betrun á sjálfum sér. Þar sem þroski einstaklingsins felur oft í sér að deila með öðrum, þá nýti ég þennann vetvang til þess að deila hugsunum og ekki hugsunum með þér, lesari góður

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband